Þynnkublús

by Bara Heiða

/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.

      $1 USD  or more

     

lyrics

Það er allt of troðið hér
Sæti gæinn fór
Með gellu sem var hálf ber
Ég hellti á mig bjór
Held ég haldi heim
Þetta er vonlaust geim


Sjáðu hver er staddur hér
Gamall kærasti
En það nokkuð augljóst er
Hann er að fela sig
Harla þessi staur
Felur breiðan gaur


Bróðir minn hann sagði eitt sinn,
Að hann hefði fattað bæinn
Vinkonurnar renna í hlað
Með bríserana klyfjaðar
Rúlla heim og varla standa
Fengirnir misfullir fantar
Hvurn andskotann er ég að vilja hér?

Ég man ómögulega
Hvort gæinn mér við hlið
Sé sá sami og áðan
Ég talaði við
Eða hvort að það
Var á þessum stað

Marin barin blá og full
Bara geri eintómt rugl
Málningin er öll í klessu
Að við skyldum nenna þessu
Á morgun mun ég ekkert muna
Mun mér eflaust illa una
Hvurn andskotann er ég að gera hér?


Synd að sjá hvernig farið er fyrir ástinni
Áður fyrr voru til ótal skáld sem sinntu henni
Núna hún er grafin gleymd
Í gapastokki eða hengd
Hauslaust grey, vonardauð,
Í besta falli í sárri nauð
Og engin samtök, ekkert amnest
Er að reyna að bjarga ástinni
Æ, kommon fólk þetta er lamað
Ástin er blind, nei hún er blindfull niðrí bæ
Morkið sundurétið hræ
Ef þú leggur ekkert inn þá tekuru ekkert út
Ég er ekki að meina verknaðinn
Ég er ekki að segja að setjann inn
Ég er að meina að ástin er vinna sem fólk verður að nennað sinna
Hættum að leika þessa leiki
One night stand og skemmtistaðasleiki
Fólk segir ástin dó, hún burtu fór.
En það var það sjálf sem að drap hana
Í stað þess að ræktana og passana
Tveir mínusar þeir gera ekki plús,
sérstaklega ekki þegar við sögu kemur bús
Þótt þú notir einhvern sem að notar þig, heitir það enn að smána sig
Næst þegar þú er með einhverjum sem hefur enga þýðingu fyrir þér
slepptu því bara og farðu heim að rúnka þér.

Ég er orðin allt of full
Fyrir annan bjór
En fyrst ég er komin rugl
Skal hann vera stór
Kannsk’að fleiri staup
Reynist prýðis kaup

credits

released April 14, 2015
Vocals and ukulele: Heiða Dóra Jónsdóttir
Background vocals: Hjalti Þorkelsson
Drums: Jón Geir Jóhannsson
Percussion and other instruments: Arnar Guðjónsson
Produced and recorded by: Arnar Guðjónsson
Mastered by: Finnur Hákonarson

tags

license

all rights reserved

about

Bara Heiða Reykjavik, Iceland

contact / help

Contact Bara Heiða

Streaming and
Download help